Skip to main content

Þjóðsagan


Hið fræga Arnarhreiður Einhvern tíma á 6. eða 7. áratugnum komst á kreik á Íslandi sú kjaftasaga að sami arkitekt væri að Gunnarshúsi og svokölluðu Arnarhreiðri Hitlers, Das Kehlsteinhaus, sem byggt var í nágrenni Berchtesgaden syðst í Þýskalandi 1938. Endaði það með því að sú staðleysa birtist á prenti og varð að útbreiddum misskilningi. Enginn fótur er fyrir þessum sögusögnum. Arnarhreiðrið teiknaði arkitektinn Roderich Fick sem hannaði fleiri byggingar fyrir foringja Þriðja ríkisins í Obersalzberg. Stíll þessara tveggja húsa er hins vegar áþekkur og bæði sækja útlit sitt í hefðbundinn suður-þýskan sveitastíl.