Sýningar og viðburðir

Í Gunnarshúsi eru fastar sýningar um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson, líf hans og verk, og um sögu miðaldaklaustursins og fornleifarannsóknina sem fram fór 2002-2012. Tímabundnar sýningar eru settar upp, m.a. kringum páska og stundum á aðventunni. Þá er oft efnt til sumarsýninga af þjóðfræðilegum toga þar sem sótt er í smiðju austfirsks sagnaarfs.

Viðburðir eru margir á ári hverju á Skriðuklaustri. Haldnir eru tónleikar, málþing og fyrirlestrar auk annarra viðburða. Nokkrir fastir viðburðir hafa skapað sér sess og eru orðnir árvissir. Má þar nefna: Píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudeginum langa í samvinnu við presta á Héraði; messu á klausturrústum þriðja sunnudag í ágúst; Grýlugleði fyrsta sunnudag í aðventu; og upplestur á Aðventu Gunnars þriðja sunnudag í aðventu. Þá er hefð fyrir tónleikum á Fljótsdalsdegi Ormsteitis ásamt óhefðbundnu íþróttamóti. Fylgist með viðburðum á Facebook Skriðuklausturs.


Gunnar Gunnarsson

Margmiðlunar sýning um Gunnar Gunnarsson, líf hans, fjölskyldu og verk.

Sýning um tilkomu klaustursins, starfsemi, endalok og uppgröft.

Ugga úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar, hefur verið gefið nýtt líf í gegnum viðbættum veruleika og segir ykkur frá ýmsum hlutum sem gætu hafa farið framhjá ykkur í leiðsögninni.

Klaustrið á Skriðuklaustri hefur verið sett upp í sýndarveruleika og bjóðum við fólki um að fara aftur í tímann og skoða hvernig það hefur litið út fyrir 500 árum.

Veggirnir tala

Veggirnir á Skriðuklaustri geyma margar minningar um sögu hússins. Hlustið á hljóðleiðsögn um byggingarframkvæmdirnar, Arkitektinn og hlutverk Gunnarsshús í gegnum tíðirnar.

Gallerý Klaustur

Í litlu og skemmtilegu hornherbergi er snýr út að suðurstéttinni á Skriðuklaustri er starfrækt lítið gallerí, Gallerí Klaustur. Lögð er áhersla á að í galleríinu sýni starfandi listamenn á Austurlandi en einnig býðst gestum gestaíbúðar að sýna í rýminu. Þá eru aðrir listamenn velkomnir með sýningar. Yfir sumarið eru settar upp sex sýningar í Gallerí Klaustri en að vetrinum eru þær yfirleitt í tengslum við aðra viðburði.

Hafa samband

+354 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Gunnarsstofnun
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Kort

Fylgdu okkur