Skáldið


Gunnar Gunnarsson er einn af áhrifamestu höfundum Íslands á 20. öld. Verk hans eru full af vísunum í heimsbókmenntirnar, fortíð og samtíð. Náttúrulýsingar Gunnars eiga sér fáa líka og íslenskir listamenn og rithöfundar leita enn í dag í smiðju hans. Höfundar eins og Jón Kalman Stefánsson hafa til dæmis sótt innblástur í Aðventu:

"...svo snjall er Gunnar í stílnum í Aðventu, afslappaður og agaður í senn, að hann kemur öllu fyrir án þess að við tökum eftir því, eiginlega bara með því að skapa stemningu sem við skynjum, sem við öndum að okkur - sem við lifum."

- Jón Kalman Stefánsson

Gunnar var einnig fyrsti atvinnuhöfundur Íslands sem náði að komast margsinnis á metsölulista erlendis. Þannig var hann öðrum höfundur eins og Halldóri Laxness fyrirmynd og sannaði að íslenskar samtímabókmenntir gætu náð út fyrir landsteinana. Þó að hann byggi í rúm 30 ár í Danmörku var hann alltaf íslenskur höfundur og sögusvið verka hans á Íslandi.


Hafa samband

+354 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Gunnarsstofnun
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Kort

Fylgdu okkur