Klausturkaffi


Klausturkaffi heitir veitingastaður á neðri hæð Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar er íslensk matargerð í hávegum höfð og lögð áhersla á að nota hráefni svæðisins, s.s. lambakjöt, hreindýrakjöt, hrútaber og lerkisveppi. Allar kökur og allt brauð er heimabakað.

Á sumrin er boðið upp á hádegishlaðborð (kl. 12-14) og kaffihlaðborð (kl. 15-17) alla daga. Opið er á sama tíma og Gunnarshús er opið en utan opnunartíma árið um kring geta hópar pantað fjölbreyttar veitingar, t.d. hádegisverði, kaffiveitingar, smárétti og kvöldverði. ( Sjá matseðla ).

Klausturkaffi framleiðir og selur matarminjagripi eins og Klausturfíflahunang, hvannarsultu, hrútaberjahlaup og hundasúrupestó. ( Sjá vörur ).

Gamla borðstofan í Gunnarshúsi og sólstofan undir svölunum taka um 50 manns í sæti en á góðviðrisdögum er hægt að setjast út á suðurstétt og sleikja sólskinið með heimagerðum ís.

Hafa samband

+354 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Gunnarsstofnun
Skriðuklaustur
701 Egilsstaðir
Kort

Fylgdu okkur