LAND bókverkasýning

LAND er sýning á bókverkum ellefu listamanna. Að sýningunni stendur listahópurinn ARKIR sem starfað hefur allt frá árinu 1998 en meðlimir hópsins sinna öllu jafna margvíslegri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar. Frá árinu 2005 hafa ARKIR haldið fjölda bókverkasýninga hérlendis og erlendis. Verk á sýningunni á Skriðuklaustri hafa mörg hver verið sýnd víða um heim en að þessu sinni hafa verkin verið valin sérstaklega með sýningarrýmið í huga. Sýningin er bæði í stássstofu og galleríi. Hún var opnuð laugardaginn 2. apríl 2022 og stendur til 1. maí. Sýningin er vor- og páskasýningin á Skriðuklaustri þetta árið og er opin alla daga kl. 11-17 eins og safnið og Klausturkaffi.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur