COVID tilkynning 31. júlí

Vegna nýrra ráðstafana til eflingar sóttvarna tilkynnist að áfram verður opið daglega á Skriðuklaustri kl. 10-18, bæði til að skoða sýningar og njóta veitinga. Við beinum því til gesta okkar að hafa það í huga að til að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga og fjöldatakmörk hússins þurfum við öll að sýna skilning og þolinmæði því að ekki komast allir að í einu. Hægt er að panta borð hjá Klausturkaffi í síma 471-2992. Hádegiverður er frá kl. 11:30 - 14:00 og síðdegiskaffi frá kl. 15:00-17:00. Ef drepa þarf tímann utandyra á Skriðuklaustri er hægt að skoða minjar miðaldaklaustursins eða kíkja í völundarhúsið auk þess sem í Snæfellsstofu er skemmtileg sýning um náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs. Sýnum tillitsemi, kurteisi og styðjum hvert annað. Við erum öll almannavarnir!

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur