Sumarsýningar í gallerí Klaustri

Fjölbreyttar sýningar eru í gallerí Klaustri þetta sumarið. Í júní sýndi hollenska leirlistakonan Marie-Anne Jongmans fjölbreytt verk sem hún sótti innblástur til þegar hún dvaldi í gestaíbúðinni í árslok 2017. Þar á meðal mátti sjá skúlptúra sem líkja eftir íslenskum hraunfléttum. Í júlí tók við sýning á ljósmyndum eftir annan listamann sem dvaldi í gestaíbúðinni árið 2014 þegar gosið í Holuhrauni stóð sem hæst. Tasha Doremus er fædd í Bretlandi en ólst m.a. upp í Japan. Hún býr nú og starfar í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Verk hennar voru ljósmyndir af ljósmyndum teknum á sama stað og í sumum kom eldur hraunsins fram. 

Seinni hluta ágústmánaðar sýnir Örn Þorsteinsson myndhöggvari og málari litla skúlptúra sem hann kallar Ferðamyndir. Verkin eru unnin á ferðalögum í grænlenskan kljástein eða plastefni og síðan steypt í brons. 

Í september verða síðan landslagsmálverk eftir Tryggva Þórhallsson á veggjum gallerísins. 

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur