Litbrigði Fljótsins í gallerí Klaustri

Kanadísk-íslenski ljósmyndarinn Arni Haraldsson hefur opnað ljósmyndasýningu í gallerí Klaustri. Hún ber heitið Litbrigði Fljótsins og á henni eru 12 ljósmyndir teknar af Lagarfljóti árið 2001 þegar Arni dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu. Myndirnar eru teknar við ýmis birtuskilyrði, ekki síst á björtum sumarnóttum og gefa nýja sýn á Fljótið. Arni er nú kominn aftur í Klaustrið til að taka nýjar myndir af Lagarfljótinu. Arni Haraldsson kennir ljósmyndun við Emily Carr listaháskólann í Vancouver og hefur sýnt verk sín víða um heim og skrifað mikið um listir.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur