The mansion

In 1939 the writer Gunnar Gunnarsson (1889–1975) had a mansion built as his family home on the farm Skriðuklaustur. The German architect Fritz Höger, a friend of the author’s, designed the mansion as well as the other buildings planned for the property, most of which were related to farming but were in fact never built. The mansion, however, remains a monument to the lofty intentions Gunnarsson had when returning to Iceland after achieving fame during his 30 years in Denmark.

Gunnar and his wife Franzisca lived at Skriðuklaustur for nine years, until 1948, when they moved to Reykjavík and gave the mansion and all of the farm to the Icelandic nation “to be forever owned by the Icelandic people”. From 1949 to 1990 Skriðuklaustur was home to an experimental center for farming. Finally, in 2000 the Gunnar Gunnarsson Institute opened a museum and cultural center at the mansion Skriðuklaustur..

The building of the house was an enormous project at the time and the cost of the building was similar to 10 houses being built in Reykjavík. From June to October 1939, between 20 and 30 people worked at the building, not including the maids and other helpers. In total it is estimated that about 100 people worked on the project. The workers’ log for the building records about 33,000 working hours for 64 people and and there can be no doubt there were more people involved, than is recorded in the log.

 • Skriduklaustur Flowers 01
 • Skriduklaustur Crowd Sunny
 • Skriduklaustur Clouds 02
 • Skriduklaustur Crowd 01
 • Skriduklaustur Clouds 011
 • Skriduklaustur Flags 01
 • Skriduklaustur Stones 01
 • Skriduklaustur Sign Post
 • Skriduklaustur Statue Entrance
 • Skriduklaustur Gunnarshus Summer

Arkitektinn  

Arkitektinn Johann Friedrich (Fritz) Höger fæddist 1877 skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Hann lærði smíðar og múrverk en var sjálfmenntaður sem arkitekt. Hann rak teiknistofu í Hamborg frá 1907 og teiknaði allt frá íbúðarhúsum og upp í kirkjur og ráðhús.

Nafn Högers er þekkt í þýskri og alþjóðlegri byggingarlistarsögu 20. aldar enda var hann einn helsti brautryðjandi norður-þýsks múrsteins- expressjónisma (Backsteinexpressionismus).

Þekktasta bygging Högers er Chile-Haus í Hamborg, sem hann teiknaði fyrir kaupsýslumanninn Henry B. Sloman. 10.000 fermetra skrifstofubygging byggð á árunum 1922-1924. Lögun húsins er einstök og er það eitt þeirra húsa í Hamborg sem bíða þess að komast inn á heimsminjaskrá UNESCO.

Höger gerðist félagi í nasistaflokknum á fjórða áratugnum og reyndi að koma sínum byggingarstíl að hjá stjórnendum þriðja ríkisins. Hinn klassíski stíll Albert Speer varð hins vegar ofan á og eftir 1935 fór að halla undan fæti hjá Höger.

Fritz Höger var mikill áhugamaður um bókmenntir og orti sjálfur ljóð. Hann var félagi í Norræna félaginu þýska (Nordische Gesellschaft) og sótti samkomur skáldahópsins Eutiner Dichterkreis. Það var á þeim vettvangi sem hann kynntist Gunnari og tókst með þeim góð vinátta. Þeir áttu það sammerkt að hafa brotist úr fátækt til frægðar og frama. Vinátta þeirra entist allt þar til Höger lést í júní árið 1949.

Þjóðsagan

Hið fræga Arnarhreiður Einhvern tíma á 6. eða 7. áratugnum komst á kreik á Íslandi sú kjaftasaga að sami arkitekt væri að Gunnarshúsi og svokölluðu Arnarhreiðri Hitlers, Das Kehlsteinhaus, sem byggt var í nágrenni Berchtesgaden syðst í Þýskalandi 1938. Endaði það með því að sú staðleysa birtist á prenti og varð að útbreiddum misskilningi. Enginn fótur er fyrir þessum sögusögnum. Arnarhreiðrið teiknaði arkitektinn Roderich Fick sem hannaði fleiri byggingar fyrir foringja Þriðja ríkisins í Obersalzberg. Stíll þessara tveggja húsa er hins vegar áþekkur og bæði sækja útlit sitt í hefðbundinn suður-þýskan sveitastíl.

Hafðu samband

 • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur