Hjól í hlaði 2007

Allan júlímánuð verða áætlanaferðir milli Egilsstaða og Fljótsdals þrisvar á daga alla daga vikunnar. Það er ferðaklasinn á Hallormsstað og í Fljótsdal sem stendur fyrir ferðunum sem Tanni Travel sér um. Farið er frá Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og stoppistöðvar eru á Hallormsstað, við Hengifoss, á Skriðuklaustri og við Végarð. Fyrsta ferð að morgni frá Egilsstöðum er kl. 8.00 og síðasta ferð frá Végarði kl. 17.15. Hér er hægt að sækja tímatöfluna og upplýsingar um alla ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Tilvalið fyrir fólk á svæðinu jafnt og ferðamenn að notfæra sér þessar ferðir.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur