Fjársjóðir Skriðuklausturs

Fjársjóðir Skriðuklausturs er snjallsímaleikur til spilunar á Skriðuklaustri í Fljótsdal og byggir á gögnum og minjum fornleifarannsóknarinnar á Skriðuklaustri.

Leikurinn er sambland af fjársjóðsleit, spurninga- og hlutverkaleik og nýtir AR-tækni (viðaukaveruleika-tækni) með því móti að fjársjóðir og vísbendingar eru faldir á sýningunni um miðaldaklaustrið.

Leikurinn á að vera bæði fræðandi og spennandi og á að höfða til barna sem og fullorðinna. Sem stendur er aðeins hægt að spila leikinn á snjalltæki með Android stýrikerfi og hægt að sækja hann á Playstore hér.

Höfundur leiksins er Birkir Brynjarsson og er leikurinn unninn með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna og Uppbyggingarsjóðs Austurlands. Gerð leiksins tengist einnig CINE-verkefninu sem Gunnarsstofnun er aðili að.

 

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur