Málþing um menningararfinn á konudaginn

Gunnarsstofnun efndi til málþings á konudaginn, 20. febrúar,  í samvinnu við Þórbergssetur á Hala í Suðusveit. Á því sögðu Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason frá verkefni sem þau hafa unnið að síðustu misseri með Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Yfirskrift erindisins var Ferðalag um fornar slóðir, en verkefnið snýst um að skrásetja búsetuminjar í Suðursveit. Hægt er að skoða verkefnið á heimasíðunni www.busetuminjar.is. Skúli Björn Gunnarsson flutti erindið Ljóri til landslags fortíðar og sagði frá skráningar- og miðlunarverkefnum sem Gunnarsstofnun vinnur að, m.a. með styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands og úr Norðurslóðaáætlun ESB. Eftir málþingið gafst gestum á Skriðuklaustri síðan tækifæri til að prófa sýndarveruleikagleraugu og snertiskjái til að skoða m.a. eignir Skriðuklausturs á 16. öld. Hægt er að horfa á málþingið á Youtube rás Skriðuklausturs.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur