Viðburðir í skammdeginu

Daglegri opnun þessa árs lauk um miðjan október. Að venju verða margvíslegir viðburðir í skammdeginu fram að jólum á Skriðuklaustri, þar á meðal fastir árlegir viðburðir sem aðeins var hægt að halda í netheimum á síðasta ári. Til að koma til móts við þarfir þeirra sem ekki eiga heimangengt verður sumum viðburðum samt einnig streymt á Youtube-rás Skriðuklausturs.

  • 30. október, kl. 14:30. - Óskarsvaka, blönduð dagskrá í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Óskar Halldórssonar kennara og fræðimanns frá Kóreksstaðagerði. (streymt)
  • 14. nóvember kl. 14. - Rithöfundalestin rennir í hlað. Austfirskir og aðkomnir höfundar lesa úr og kynna útgáfur á nýjum bókum. (streymt)
  • 27. nóvember kl. 15. - Aðventa - tónverk. Hljómsveitin Mógil flytur tónverk sem er innblásið af sögu Gunnars Gunnarssonar og kom út hjá þýsku útgáfufyrirtæki 2019.
  • 28. nóvember kl. 14. - Grýlugleði. Árleg skemmtan með söng og fróðleik um Grýlu og hyski hennar.
  • 12. desember kl. 14. - Lestur Aðventu. Saga Gunnars um Benedikt og hans tryggu ferðafélaga í eftirleitum á öræfum lesin í skrifstofu skáldsins. (streymt)

Áhugasömum er bent á að fylgjast með á Facebook-síðu Skriðuklausturs til að fá nánari fregnir af viðburðunum.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur