Til móts við nýtt upphaf

Náttúruljósmyndarinn Gunnar Freyr Gunnarsson opnaði sýninguna Til móts við nýtt upphaf í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri sunnudaginn 13. júní. Á sýningunni eru ljósmyndir teknar víða um land en nokkrar sýna nærtæk form og landslag af Austurlandi. Sýningin fjallar um þróun, um breytingu og flæði sem marka umskipti í hugmyndafræði nútímans – sýnir heim sem fer frá því að vera heltekinn af heimsfaraldri en stefnir til nýrra tímamóta.

Gunnar er fæddur og uppalinn í Danmörku en flutti til Íslands árið 2015 með þann draum að gera náttúruljósmyndun að atvinnu. Hann stundaði nám við Ljósmyndaskólann í Reykjavík árið 2016 og hefur síðan lagt rækt við ástríðu sína fyrir íslensku landslagi. Hann hefur starfað sem atvinnuljósmyndari síðustu fimm ár og hefur unun af að upplifa Ísland gegnum myndavélalinsuna og deila þeirri upplifun með öðrum gegnum magnaðar ljósmyndir af landi og þjóð. Myndir Gunnars hafa birst víða um heim og ein af þeim viðurkenningum sem hann hefur hlotið er að vera norrænn sendiherra Canon. Hægt er að skoða myndir hans á heimasíðunni www.icelandicexplorer.com

Sýningin stendur til 9. júlí og er opin alla daga kl. 10-18.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur