Í samspili við náttúruna

Hafdís Sverrisdóttir sem rekur Paradís Pottery við Apavatn sýnir keramik og fleiri listmuni í gallerí Klaustri. Eitt af því sem getur að líta á sýningunni eru það sem hún kallar trjádiska. Þeir eru gerðir með sérstakri tækni sem hún hefur þróað og nær með henni að kalla fram árhringi af trjáskífum í leirdiskum. Bjartar afturgöngur kallar Hafdís kertastjaka sem eru meðal annars unnir úr gömlu gleri af lömpum frá fyrri tíð og leir úr smiðju hennar. Sýningin stendur í gallerí Klaustri frá 23. maí til 12. júní og er sölusýning.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur