Drekkingarhylur - myndbandsverk

Ný sýning hefur verið opnuð í gallerí Klaustri. Bandaríska listakonan Joan Perlman sýnir myndbandsverkið Drowning Pool - Drekkingarhylur. Hún dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri árið 2013 og hefur safnað myndefni á Íslandi í mörg ár. Í þessu verki eru m.a. teknir fyrir aftökustaðir og bregður fyrir stöðum eins og Drekkingarhyl á Þingvöllum og galdrabrennustað í Trékyllisvík. Tónlist við myndbandsverkið er eftir írska tónskáldið Lindu Buckley. Sýningin stendur til 24. júlí.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur