Handalögmál og Norðaustur landslag

Laugardaginn 16. maí opnum við tvær sýningar á Skriðuklaustri. Í stássstofunni verður sýningin Handalögmál. Þrír listamenn sýna annars vegar hvernig nota má gamlar handverkshefðir á nýjan hátt og hinsvegar hvernig má gera notaðar flíkur að nýjum. Listamennirnir eru: Þórdís Jónsdóttir, sem notar blómstursaum í fallega púða og myndir, Philippe Ricart, sem vefur létt og falleg sjöl, teppi og hálsklúta með vaðmálsvefnaði, og Ýr Jóhannsdóttir sem skreytir notaðar peysur með útsaumi og handprjóni Sýningin er samstarfsverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og stendur til 7. júní.

Í gallerí Klaustri sýnir Úlfar Trausti Þórðarson ljósmyndir á sýningunni Norðaustur landslag. Þetta er hans fyrsta einkasýning en hann hefur undanfarin ár reynt að fanga listina í landslaginu og skapað sér ákveðinn stíl. Sýning hans stendur til 11. júní.

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur