Margrétar saga komin heim

Á fæðingardegi Gunnars skálds, 18. maí, var opnuð lítil sýning sem er hluti af verkefni sem Árnastofnun efnir til í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar. Liður í því er að sýna eftirgerðir sex valinkunnra handrita sem næst þeim stað sem Árni fékk þau frá. Margrétar saga kom í hlut Gunnarsstofnunar því að hún var send frá Skriðuklaustri til Kaupmannahafnar árið 1704. Vigdís Finnbogadóttir er "fóstra" handritsins í sýningarverkefninu og kom ásamt fríðu föruneyti frá Árnastofnun færandi hendi með eftirgerðina sem komið var fyrir í sýningarstandi í stássstofunni á Klaustri. Hægt er að sjá fleiri myndir og myndband frá móttöku Margrétar sögu á Fésbókarsíðu Skriðuklausturs.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur