Í Gunnarshúsi eru fastar sýningar um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson, líf hans og verk, og um sögu miðaldaklaustursins og fornleifarannsóknina sem fram fór 2002-2012. Tímabundnar sýningar eru settar upp, m.a. kringum páska og stundum á aðventunni. Þá er oft efnt til sumarsýninga af þjóðfræðilegum toga þar sem sótt er í smiðju austfirsks sagnaarfs.

 

 2014
   

 Í grjótinu

Kolateikningar.

 19. júlí

13. ágúst

 olofbirna
   

 Litbrigði Fljótsins

Myndirnar á sýningunni eru teknar sumarið 2001 þegar Arni dvaldi í Klaustrinu, gestaíbúðinni á Skriðuklaustri. Þá tók hann myndir víðsvegar í kringum Lagarfljótið við ýmis birtuskilyrði, ekki síst á björtum sumarnóttum.

 27. júní

19. júlí

 arniharald
   

Listahátíðin List án Landamæra

Sýningin Bubbi er um bubbann innra með okkur sem getur tekið á sig margar myndir. Við sýnum hann ekki öllum og hræðumst hann jafnvel sjálf.

 10. maí

25. maí

 aroniris

2013

Collette & Matthew - Dansverk

Dans-videóverk Colette Krogols og Matthew Reeves sem þau unnu á Klaustri haustið 2012.

26. ágúst

19. sept.

Alexandra Vassilikian - ljósmyndir

Franska listakonan Alexandra Vassilikian sýnir ljósmyndir úr seríunni Umhverfis rótarhnyðjuna í gallerí Klaustri. www.vassilikian.org

19. júlí

25. ágúst

alexandra1 

Guðný Marinósdóttir - Ferðalag

Sýning Guðnýjar Marinósdóttur á verkum sem tengjast fyrri tíð á Héraði unnin með blandaðri tækni.

22. júní

17. júlí

joanperlmanm

Kristín Rut Eyjólfsdóttir - málverk

50 litríkir regndropar, abstrakt smámyndir á striga.

11. júní

19. júní

 

Joan Perlman - Rivers to the Sea

Bandaríska listakonan Joan Perlman sýnir nokkur verk úr stærri seríu unnin með gouache á Yupo.

vimeo.com/20086175

18. maí

1. júní

 joanperlmanm

Sigurður Ingólfsson - Ég þakka


Sigurður Ingólfsson ljóðskáld sýnir teikningar sem hann gerði við nýjustu ljóðabók sína sem ber titilinn Ég þakka.

17. mars

12. maí.

 siggiingolfsm page 1

2012

Bivas Chaudhuri sýnir málverk.


BIVAS CHAUDHURI er fæddur á Indlandi en hefur búið og starfað sem listamaður í Brooklyn NY síðustu áratugi.
Verk hans hafa verið sýnd víða um heim og hann hefur dvalið í gestaíbúðum allt frá Noregi til Zambíu

3. sept.

16. sept.

bivas

Þórunn Víðisdóttir & Pétur Sörensson - Fjöllin og Fljótið.

Á sýningunni eru málverk og ljósmyndir sem eru náttúrumyndir af fjöllum, fossum, Lagarfljótinu og umhverfi þess.

2. ágúst

29. ágúst

thorunn petur

Soffía Sæmundsdóttir - Dalverpi, minningar og fundnir hlutir

Á sýningunni eru teikningar og málverk þar sem unnið er með minningar og fundna hluti.

15. júní

7. júlí

soffiasaem

Ólöf Björk Bragadóttir (Lóa) sýnir málverkin Flæði

Flæði í gallerí Klaustri er unnin af Ólöfu Björk Bragadóttur (Lóa) í samvinnu við Sigurð Ingólfsson ljóðskáld. Lagarfljótið og litaspil þess er uppspretta hugmynda að verkinu Flæði og þeim málverkum sem Lóa sýnir.

1. apr.

 
 
2011

Sigurjón Pétursson sýnir Aðventu á Fjöllum

Svarthvítar vetrarmyndir teknar á söguslóðum Aðventu, skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Innblástur sóttur í ævintýri Fjalla-Bensa á Mývatnsöræfum.

 

5. nóv.

11. des.

adventafjollum

Þóra Hrönn Njálsdóttir sýnir Ferðalanga á Fjöllum

Ljósmyndir af nöfnum Íslendinga sem timburþilið í Sæluhúsinu við Jökulsá geymir sem gestabók ferðalanga síðustu 120 árin.

5. nóv.

11. des.

nofninsynskra

Skarphéðinn Þráinsson sýnir ljósmyndir.

Skarphéðinn hefur frá bernsku haft mikinn áhuga á veiðimennsku og ferðalögum um náttúru Íslands. Hann er sjálfmenntaður áhugaljósmyndari og megin yrkisefni hans er landslag, eldgos og dýralíf.

27. ágúst

2. október

skarpi

Kjartan Hallur sýnir pennateikningar.

Þungamiðja sýningarinnar eru pennateikningar úr bókinni Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson sem út kom 2010 hjá Bjarti. Auk þess eru til sýnis nokkrar eldri myndir.

1.- 24. ágúst

kjartanh

 

Guðjón Bragi Stefánsson og Edda Rós Jónsdóttir sýna teiknimynd.

The Night Cap er unnin upp úr íslensku þjóðsögunni Draugshúfan. Myndin er án tals til þess að brjóta niður tungumálamúra.
Notaðar eru teikningar, tölvugrafík, ljósmyndir og myndbandsklippur til að skapa heim verksins.
1.- 27. júlí

nightcap

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir myndverk.

Verkin eru unnin í tengslum við myndskreytingu á bókinni Hrafna-Flóki eftir norsku skáldkonuna Sylvien Vatle.

2.- 29. júní

sveinbjorg

Katrín Jóhannesdóttir - Katý - sýnir ýmsar hannyrðir.

Fjölbreytt sýning á hannyrðum Katýar, m.a. hin ýmsu útsaumsspor, hekl, orkering, vefnaður, harðangurssaumur, hand- og vélprjón.

17. apríl 10. maí

katy

Sigrún Björgvinsdóttir sýnir verk úr þæfðri ull.

Verkin eru innblásin af íslenskri náttúru, m.a. eldgosum og ísjökum.

21. apríl
15. maí

sigrunbj


2010

Megan Harrold & Charlie Rauh sýna dans- og tónverk.

Verkið er fyrir dansara og gítar og byggir á sýnum nunnunnar Hildegard von Bingen (1098-1179).

25. september  

Stuart Richardson, GLAMOUR (Karna&Sebastian), Þórunn Gréta og Jane Ade sýna ljósmyndir og vídeóverk.

Hópur listamanna með austfirska tengingu. Sýningin er í myndum og hljóði og kallast KVIK myndasýning.

27. ágúst - 26. sept.  
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir sýnir skúlptúra.
 
Anna Sigríður dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu í janúar 2009 og sótti innblástur til staðarins og fornleifauppgraftrarins. Skúlptúrarnir eru unnir úr járni og grjóti.
30. júlí - 26. ágúst annasigga

Jónína Guðnadóttir sýnir verk úr leir og tré.

Á sýningunni eru skepnur eða verur tengdar lofti, láði og legi. Sýningin er unnin sérstaklega fyrir rýmið enda Jónína þekkt fyrir að fást meira við stærri verk. Eftir hana er m.a. verkið Hringiða við aðalstíflu Kárahnjúkavirkjunar.

2. - 28. júlí jonina
Inga Dorosz sýnir myndbandsverk.
 
 
Á sýningunni eru myndbandsverk um vatn og fyrst og fremst fallvötn. Sýnt er hvað vatnið flytur, hvað fer út í vatnið og hverju vatnið skilar til baka.
12. - 28. júní dorosz
Jovanna Tosello sýnir ljósmyndir.
 
Sýningin kallast Partial Memory.
18. maí - 6. júní  
Masaki Umetsu sýnir innsetningu.
 
Masaki Umetsu er japanskur listamaður sem dvelur nú í gestaíbúðinni Klaustrinu. Hann hefur getið sér gott orð víða um lönd fyrir innsetningar sínar þar sem hann vinnur með ljós og gras sem vex upp af fræjum í formgerðu landslagi. Sérstaklega áhugavert verður að sjá hvernig verkið mun breytast dag frá degi þegar grasið fer að vaxa.
22. apríl - 16. maí  
Nemendur á listnámsbraut ME sýna teikningar.
 
Sýningin tengist páskahátíðinni og fjallar um krossleiðina, via crucis. Nemendurnir taka fyrir í verkum sínum þá fjórtán staði í píslargöngu Krists sem liggja að krossfestingu og til grafar.
28. mars - 11. apríl  

2009
   
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Þórunn Eymundardóttir sýna skúlptúr.
 
Verkið sem þær Hanna og Þórunn sýna er skúlptúr unninn með blandaðri tækni. Verkið er gert sérstaklega fyrir rýmið.
28. ágúst - 27. sept.  
Piotr Nathan
 
Skýrslubrot af verkstæði tímavélar kallast sýning þessa þýska listamanns sem dvelur um þessar mundir í Klaustrinu.
10. - 26. ágúst piotr
Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir.
 
Sandra Mjöll er fædd og uppalin á Fljótsdalshéraði og nýlega útskrifuð með M.A. gráðu ú ljósmyndun frá University of the Arts í London. Sýningin kallast Aðlögun og er framhald af útskriftarverkefni hennar.
5. júlí - 7. ágúst sandra
Rae Bridgman sýnir teikningar.
 
Rae er kanadísk listakona, rithöfundur og mannfræðingur. Hún er þekktust fyrir fantasíubækur fyrir unglinga og myndskreytir þær einnig.
31. maí - 20. júní  

2008
   
Lasse Sörensen sýnir teikningar.

Lasse Sörensen kemur frá Færeyjum og hefur m.a. stundað hreindýraveiðar á Fljótsdalsheiði. Hann teiknar og málar myndir náttúrumyndir og er þekktur fyrir fuglateikningar.
1. - 30. september  

Katerina Mistal sýnir ljósmyndir.

Katarina hin sænska dvaldist í Klaustrinu sumarið 2007. Hún sýnir ljósmyndaverk sem unnin voru í kjölfar dvalarinnar
2. - 30. ágúst mistal
Anne Pesce
 
Anne Pesce hefur dvalist í tvígang í Klaustrinu við listsköpun. Hún hefur sýnt þau verk á heimaslóðum í Frakklandi en kemur nú í fyrsta sinn með afraksturinn til Íslands. Sýningin kallast Hvað heiti ég? (Quel est mon nom?).
5. - 31. júlí  
Séverine Thévenet sýnir ljósmyndir.
 
Séverine ferðaðist sumarið 2004 með brúðunni Litla um Ísland og tók myndir af ævintýrum hennar. Sýningin er í samvinnu við sendiráð Frakka á Íslandi.
6. júní - 3. júlí severine

Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk.

Elva sýnir grafíkverk á sýningu sem hún kallar Stiklur.

1. maí - 4. júní elva

2007
   
Timo Rytkönen sýnir málverk.
 
Timo hefur undanfarið dvalið í gestaíbúðinni Klaustrinu. Tilvalið þótti að halda sýningu á nokkrum mynda hans á Dögum myrkurs. Myndirnar eru blanda af olíu- og vatnslitum á lérefti.
10. - 18. nóvember timo
Claudia Schindler sýnir teikningar.
 
Claudia heur dvalið í gestaíbúðinni nú á haustdögum. Við lok dvalarinnar heldur hún hér litla sýningu með nokkrum myndum og teikningum sem hún hefur unnið á dvalartímanum.
29. - 30. sept. claudia
Ove Aalo sýnir ljósmyndir.
 
Myndirnar tók hann meðan hann dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu haustið 2006. Mest er um að ræða landslagsmyndir en einnig portrett af fljótsdælsku sauðfé.
25. ágúst - 15. sept. ove
Svala Ólafsdóttir sýnir ljósmyndir.
 
Heiti sýningarinnar er Á meðan hún sefur og á henni eru fjögur samsett ljósmyndaverk sem sækja innblástur í móðurástina og m.a. í verk Gunnars Gunnarssonar.
27. júlí - 16. ágúst svala
Ingiberg Magnússon sýnir grafíkverk.
 
Sýning ber heitið Að heiman og heim aftur. Ingiberg ólst upp á Fljótsdalshéraði og sækir myndefnið á þessari sýningu mikið til æskuslóðanna. Á sýningunni eru 14 verk, unnin með þurrpastellitum á pappír.
1. - 21. júlí ingiberg
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýnir málverk.
 
Á sýningunni er olíumálverk unnin að mestu undanfarna tólf mánuði undir áhrifum frá dvöl Hrafnhildar í Klaustrinu sl. sumar. Myndefnið er fjölbreytt: grónar hlíðar, öræfi, kræklóttir fúaraftar og hraunsprungur.
1. - 29. júní  
Ruth Boerefijn sýnir grafíkverk.
 
Boerefijn dvaldist í gestaíbúðinni Klaustrinu í ágúst 2005 og sýnir nú brot þeim verkum sem hún vann þá og í kjölfar Íslandsdvalarinnar. Verkin eru unnin með blandaðri tækni en sýninguna kallar hún Interior Landscapes.
5. - 27. maí ruth

2006
Hrönn Axelsdóttir sýnir ljósmyndir.

Hrönn er ljósmyndari og dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu vorið 2005. Hún sýnir ljósmyndir teknar með camera obscura fyrir verkefni sem hún kallar Huldufólk og álagablettir.
6. ágúst - 17. sept.
 
Kamilla Talbot sýnir vantslitamyndir.
 
Kamilla Talbot listmálari af dönskum ættum. Hún býr og starfar í Bandaríkjunum og sýnir vatnslitamyndir frá Íslandsferð sinni. Sýninguna kallar hún Summer Light.
12. júlí - 4. ágúst  
Agnieszka Sosnowska sýnir ljósmyndir.

Agnieszka er frá Póllandi en lærði ljósmyndun í Bandaríkjunum. Hún býr nú á Fljótsdalshéraði og sýning hennar kallast Stígurinn heim
10. júní - 10. júlí  
Svandís Egilsdóttir sýnir olíumálverk.

Svandís sýnir olíumálverk og kallar sýninguna Ó-HREIN-DÝR.
6. maí - 9. júní  

2005
Ólöf Björk Bragadóttir og Sigurður Ingólfsson

Innsetning út frá Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.   
25. mars - 5. maí  
Sigurður Blöndal

Sigurður Blöndal sýnir svarthvítar ljósmyndir af fólki, teknar á árunum 1950-1960. Sýninguna kallar hann FÓLK
7. maí - 16. júní  

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir

Sveinbjörg er myndlistarmaður á Akureyri. Hún dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu árið 2004 og mun m.a. sýna afrakstur þeirrar vinnu.

17. júní - 14. júlí  
Giuseppe Venturini

Giuseppe er forvörður og hefur starfað síðustu sumur við forvörslu fornminja hjá Skriðuklaustursrannsóknum. Hann er jafnframt mjög fær teiknari og mun sýna teikningar af landslagi í Fljótsdal
15. júlí - 14. ágúst  
Helga Erlendsdóttir

Býr að Árnanesi í Hornafirði og rekur þar gallerí og ferðaþjónustu. Hún málar landslag með olíu og mun sýna slík verk.
15. ágúst - 18. sept.  

2004
   
Skáldið Sjón

Rithöfundurinn Sigurjón Birgir Sigurðsson er betur þekktur sem skáldið Sjón. Á sýningu hans kennir ýmissa grasa.
9. maí - 23. maí  
Videólist - Bart Stolle

Bart Stolle er lærður myndlistarmaður frá Belgíu og mun sýna nokkur videóverka sinna.
29. maí - 10. júní  

Kristinn G. Harðarson

Kristinn sýnir svipmyndir úr almenningsgarði í Bandaríkjunum. Verk samsett úr 11 hlutum. Jafnframt bækur unnar upp úr dagbókarskrifum.

11. júní - 30. júní  
Petra Gimmi

Petra er þýsk listakona sem hefur m.a. dvalist á Íslandi við listsköpun sína. Hún sýnir 15 verk unnin í olíu, vatnsliti og með blandaðri tækni.
1. júlí - 14. júlí  
Pétur Behrens

Sýning Péturs ber heitið "Líthógrafíur og gæðingar" og á henni eru vatnslitamyndir og steinþrykk.
14. júlí - 2. ágúst  
Pjetur Stefánsson

Sýning Pjeturs Stefánssonar heitir "Tourist artist - traveling light".
3. ágúst - 21. ágúst  
Thomas Hawson

Sýning á borði og stólum úr eik og áli sem unnið er í samvinnu við sex norræna handverks- og listiðnaðarmenn.
22. ágúst - 31. ágúst  
Rüdiger og Gerlinde Heins

Sýning á þýskum ljóðum í tíbetskum tönku stíl og máluðum myndum við þær.
3.- 19. sept.  
Ellert Grétarsson

Ellert sýnir tölvuunnar myndir sem sumar hverjar hafa vakið athygli víða um heim í vefgalleríum.
9.- 24. október  

2003
   
Sýning á verkum eftir Mariettu Maissen.

Marietta stundaði listnám við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands en býr nú að Höskuldsstöðum í Breiðdal.
29. maí - 14. júní  
Videólist - Maximillian Moll

Maximillian er lærður myndlistarmaður frá Þýskalandi og hefur farið ótroðnar slóðir við gerð videóverka sinna.
15. júní - 8. júlí  
Inga Jónsdóttir með innsetningu um orku og tíma

Inga Jónsdóttir býr á Höfn í Hornafirði og er flestum kunn fyrir frumleika og fersk efnistök í list sinni.
9. - 28. júlí  
Sólrún Friðriksdóttir sýnir textílverk

Sólrún er frá Stöðvarfirði og hefur getið sér gott orð víða um heim fyrir falleg verk.
30. júlí - 14. ágúst  
Sigurður Stefán Jónsson sýnir ljósmyndir

Sigurður dvaldist í Klaustrinu 2002 og ferðaðist þá vítt og breitt um Austurland í leit að góðu myndefni. Hluti afrakstursins er á sýningunni.
15. - 24. ágúst  
Pétur Thomsen sýnir ljósmyndir - Aðflutt landslag

Pétur er lærður frá hinum virta ljósmyndaskóla í Arles í Frakklandi og kennir þar um þessar mundir. Sýning hans byggir á ljóði Sveins Yngva Egilssonar sem heitir Aðflutt landslag
25. ágúst - 7. sept.  
Alma Árnadóttir sýnir letur-verk

Alma lauk námi í grafískri hönnun við Myndlistarskóla Akureyrar sl. vor og sýnir letur-verk. 
12. sept - 5. okt.  

2002
Veflist að vori - Fríða S. Kristinsdóttir sýnir vefnað.

Fríða er lærð í vefnaði og hefur kennt hann um árabil. Síðustu árin hefur hún unnið með ný efni í vefstólnum.
20. - 28. apríl  
Myndpör - Jón Guðmundsson sýnir ljósmyndir.

Jón er lærður tónlistarmaður og kennari en hefur fengist við ljósmyndun í frístundum sínum.
18. maí - 13. júní
 
Raina Stebelsky sýnir teikningar og grafíkverk.

Raina er kanadísk. Hún er listamaður og mannfræðingur og blandar þessu tvennu oft saman í listsköpun sinni.
14. júní - 3. júlí  
Anne Østergaard sýnir málverk unnin á Austurlandi.

Anne er dönsk og hefur haldið fjölda sýninga.
4. - 18. júlí  
Ríkharður Valtingojer sýnir grafíkverk.

Ríkharður er landsþekktur listamaður, búsettur á Stöðvarfirði en hefur undanfarin ár kennt grafíklist við Listaháskóla Íslands.
19. júlí - 2. ágúst  
Sjöfn Eggertsdóttir sýnir málverk.

Sjöfn er starfandi myndlistarmaður á Héraði og hefur haldið fjölda sýninga.
3. - 16. ágúst  
Gréta Ósk Sigurðardóttir sýnir grafík.

Gréta er starfandi myndlistarmaður á Héraði og hefur haldið fjölda sýninga.
17. ágúst - 2. sept.  

2001
   
Elísabet Stefánsdóttir og Margrét Ómarsdóttir sýna grafík.

Sýningin nefnist SKRIÐA og er liður í Hringferð myndlistarnema LHÍ.
23. maí - 20. júní  
Ólöf Björk Bragadóttir sýnir ljósmyndir.

Á sýningunni eru ljósmyndir í lit, teknar á flóamarkaðinum í Montpellier í S-Frakklandi.
15. júní - 1. júlí  
Arni Haraldsson sýnir ljósmyndir.

Arni er fæddur á Íslandi en flutti ungur til Kanada. Hann býr og starfar í Vancouver og kennir ljósmyndun við Emily Carr College of Art and Design.
3. júlí - 15. júlí  
Pétur Behrens sýnir mannamyndir.

Á sýningunni eru tíu portrettmyndir unnar með kolum og vatnslitum.
 
17. júlí - 2. ágúst  
Ólöf Birna Blöndal sýnir Fjöll og firnindi.

Ólöf Birna hefur um árabil unnið landslagsmyndir í olíupastel, jafnframt að mála olíumyndir og teikna og mála portret.
3. ágúst - 16. ágúst  
Skarphéðinn G. Þórisson sýnir ljósmyndir.

Skarphéðinn er líffræðingur og sýnir hann nokkrar af þeim myndum sem hann hefur tekið við rannsóknir sínar á hreindýrum síðustu tvo áratugi.
18. ágúst - 9. september  

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur