Rithöfundar og Grýlugleði

Framundan eru fastir viðburðir á Skriðuklaustri. Laugardaginn 29. nóv. mun rithöfundalestin renna í hlað  kl. 14. Gyrðir, Þórarinn Eldjárn, Soffía Bjarna, Kristín Eiríks og Gísli Páls lesa úr nýjum verkum og með í för verða austfirsk skáld og þýðendur, Stefán Bogi, Hrafnkell Lár, Sigga Lára, Kristian Guttesen. Aðgangseyrir kr. 1000 og 500 kr. fyrir börn (16 ára og yngri) og eldri borgara. Kaffi og kökur innifalið. Höfundarnir munu einnig lesa á Vopnafirði, Seyðisfirði og Norðfirði og nýtur rithöfundalestin stuðnings Forlagsins, Dimmu, Síldarvinnslunnar, Alcoa Fjarðaáls, Flugfélags Íslands og Bílaleigu Akureyrar. Sunnudaginn 30. nóv. er síðan komið að árvissri Grýlugleði. Hún hefst kl. 14 en að þessu sinni ætlar Klausturkaffi ekki bara að bjóða upp á jólakökuhlaðborð heldur verður einnig fjölskyldujólahlaðborð í boði frá kl. 12-14. Pantanir í það eru hjá Elísabetu í síma 471-2992 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Að venju er frítt inn á Grýlugleðina. Verið velkomin í Skriðuklaustur!

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur