Afmælishátíðin 22. júní tókst vel á Skriðuklaustri. Viðstaddir nutu flautuleiks Áshildar Haraldsdóttur og urðu vitni að því þegar Jón S. Einarsson, einn fárra sem enn lifa af þeim sem tóku þátt í að byggja Gunnarshús 1939, afhjúpaði upplýsingaskilti um húsið. Þá kom Gunnar Björn Gunnarsson, barnabarnabarn skáldsins, færandi hendi með skrifborðsstól skáldsins sem var nú að nýju sameinaður gamla skrifborðinu á skrifstofu Gunnars. Við þetta tækifæri var síðan opnuð sölubúð með ýmsum varningi tengdum staðnum og skáldsins, m.a. ónotuðum frumútgáfum á nokkrum verkum Gunnars. Þeir sem heimsækja Gunnarshús í sumar geta síðan tekið þátt í myndasamkeppni á Facebook síðu staðarins.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur