Viðburðir eru margir á ári hverju á Skriðuklaustri. Haldnir eru tónleikar, málþing og fyrirlestrar auk annarra viðburða. Nokkrir fastir viðburðir hafa skapað sér sess og eru orðnir árvissir. Má þar nefna: Píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudeginum langa í samvinnu við presta á Héraði; messu á klausturrústum þriðja sunnudag í ágúst; Grýlugleði fyrsta sunnudag í aðventu; og upplestur á Aðventu Gunnars þriðja sunnudag í aðventu. Þá er hefð fyrir tónleikum á Fljótsdalsdegi Ormsteitis ásamt óhefðbundnu íþróttamóti. Fylgist með viðburðum á Facebook Skriðuklausturs.
Sýningar og viðburðir
Klausturreglan er félag fastagesta og hollvina Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Aðild að reglunni geta allir fengið sem hafa áhuga. Þeir sem eru skráðir félagar fá send fréttabréf og upplýsingar um starfsemina á Skriðuklaustri.
Fastagestir og hollvinir
Gunnarsstofnun gefur út tvær ritraðir auk annars efnis. Annars vegar eru það Austfirsk safnrit sem er úrval austfirskra þjóðsagna og af því eru komin út sex bindi. Hin ritröðin er Fræðirit Gunnarsstofnunar og eru komin út tvö bindi í henni. Hér er að finna nánari upplýsingar um þessar útgáfur og aðrar auk árskýrslna stofnunarinnar.
Útgáfa